31. júlí 2023 – Kærunefnd útboðsmála stöðvar innkaupaferli Rarik í annað sinn.

Kærunefnd útboðsmála féllst nýlega á kröfu Heflunar ehf. um að stöðva um stundarsakir innkaupferli Rarik ohf. á lagningu jarðstrengja. Er þetta í annað sinn sem kærunefndin stöðvar innkaupaferlið um stundarsakir en í fyrra skiptið ákvað Rarik ohf. að hefja innkaupaferlið að nýju. Sjá nánar frétt Ríkisútvarpsins um málið. Fyrir hönd Heflunar ehf. kærðu Ólafur Kjartansson og Dagmar Sigurðardóttir, lögmenn hjá LAGASTOÐ lögfræðiþjónustu ehf., innkaupferlið.