Lagastoð gætti hagsmuna Faxaflóahafna fyrir kærunefnd útboðsmála. Kröfum verktaka vegna innkaupa Faxaflóahafna vísað frá nefndinni.

Magnús Baldursson lögmaður.

Þann 18. febrúar 2024 kvað kærunefnd útboðsmála upp úrskurð í máli nr. 42/2024 í tilefni af kæru Berg verktaka ehf. Málið varðaði útboð Faxaflóahafna á gerð sjóvarnargarðs á Grundartanga.

Í úrskurði kærunefndarinnar kemur fram að starfsemi Faxaflóahafna falli undir reglugerð nr. 340/2017 um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu. Er tekið fram að kostnaðaráætlun, sem og tilboð í verkið, hafi verið umtalsvert undir viðmiðunarfjárhæð reglugerðarinnar. Verkið hafi því ekki verið útboðsskylt og falli þar með ekki undir valdsvið kærunefndarinnar. Var öllum kröfum Berg verktaka ehf. því vísað frá nefndinni.

Dagmar Sigurðardóttir og Magnús Baldursson lögmenn Lagastoðar gættu hagsmuna Faxaflóahafna fyrir kærunefnd útboðsmála.