Þann 18. febrúar féll úrskurður í máli Berg verktaka ehf. gegn Faxaflóahöfnum í máli 42/2024. Í útdrætti kærunefndar útboðsmála segir:
„F bauð út gerð sjóvarnargarðs á Grundartanga. F valdi tilboð Í og kærði B þá ákvörðun til kærunefndar útboðsmála. Í niðurstöðu nefndarinnar var tekið fram að starfsemi F félli undir reglugerð nr. 340/2017 um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu. Kostnaðaráætlun F, sem og tilboð Í og B, hefðu verið umtalsvert undir viðmiðunarfjárhæð reglugerðarinnar. Verkið hefði því ekki verið útboðsskylt og félli þar með ekki undir valdsvið kærunefndar útboðsmála. Var öllum kröfum B því vísað frá.“
Dagmar Sigurðardóttir og Magnús Baldursson lögmenn Lagastoðar gættu hagsmuna Faxaflóahafna.