9. október 2023 – Margrét Helga með erindi um áhrif gervigreindar á störf lögfræðinga.

Lagadagurinn verður haldinn föstudaginn 13. október nk. Á lagadeginum verður Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir, lögmaður og verkfnastjóri hjá LAGASTOÐ lögfræðiþjónustu ehf., með framsögu um áhrif gervigreindar á störf lögfræðinga. Gervigreind, einkum svonefnd mállíkön, hefur á skömmum tíma haslað sér völl og er viðbúið að á næstunni muni tæknin koma enn meira við sögu í störfum lögfræðinga sem annarra, bæði sem vinnutæki og viðfangsefni. Umræða um það sem ber að varast varðandi þessi tækni er aftur á móti afar skammt á veg komin, t.d. um hve óáreiðanleg hún er, að óljóst er hvað ræður för í textagerð hennar og þá hættu sem er á misnotkun hennar auk álitamála um ábyrgð á textagerðinni, áhrif á þagnarskyldu, hættu á að leysi af hólmi mannlega dómgreind og þá staðreynd að réttarumhverfið er óviðbúið innreið tækninnar.

Sjá nánar dagskrá lagadagsins.