Margrét Helga Kristínar Stefánsdóttir

Sérsvið

 • Evrópuréttur/EES-réttur
 • Fjölskyldumál – Hjón, sambúðarfólk, börn og erfðir
 • Fasteignir
 • Málflutningur og gerðarmeðferð
 • Samkeppnisréttur
 • Skaðabóta- og vátryggingaréttur
 • Skattar og þjónustugjöld
 • Skiptastjórn og fjárhagsleg endurskipulagning
 • Verjendastörf og réttargæsla

LÖGMAÐUR – VERKEFNASTJÓRI

Margrét Helga lauk meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 2013 og hlaut réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómstólum sama ár. Að námi loknu starfaði hún sem lögmaður hjá LAGASTOÐ fram á árið 2016 en starfaði í framhaldi af því sem aðstoðarmaður dómara á öllum dómstigum, settur héraðsdómari og síðast sem verkefnastjóri hjá dómstólasýslunni. Margrét Helga gekk að nýju til liðs við LAGASTOÐ 2023 þar sem hún starfar sem lögmaður og verkefnastjóri.

Margrét Helga veitir rágjöf á fjölmörgum réttarsviðum og sinnir almennri lögmannsþjónustu og hagsmunagæslu í þágu einstaklinga og fyrirtækja, en hún hefur meðal annars sérþekkingu á EES-rétti, samkeppnisrétti, stjórnsýslurétti, skipulags- og byggingarmálum og úrlausn ágreiningsmála tengdum fasteignum. Margrét Helga tekur að sér málflutning í einkamálum og verjendastörf í sakamálum, þar á meðal í skattarefsimálum.

MÁLFLUTNINGSRÉTTINDI

 • Héraðsdómstólar (2013)

STARFSFERILL

 • Lögmaður, LAGASTOÐ, 2012-16 og 2023-
 • Verkefnastjóri, Dómstólasýslan, 2021-23
 • Settur héraðsdómari, Héraðsdómur Vestfjarða, 2021
 • Aðstoðarmaður hæstaréttardómara, Hæstiréttur Íslands, 2020-21
 • Aðstoðarmaður landsréttardómara, Landsréttur, 2018-20
 • Aðstoðarmaður héraðsdómara, Héraðsdómur Reykjaness, 2016-18
 • Fulltrúi, Flugmálastjórn Íslands, 2009-12

MENNTUN

 • Meistarapróf frá lagadeild Háskóla Íslands, 2013
 • Skiptinám við Kaupmannahafnarháskóla, 2012
 • BA-próf frá lagadeild Háskóla Íslands, 2010
 • Stúdentspróf frá Flensborgarskóla, 2007

KENNSLA OG RITSTÖRF

 • „Útivistardómar samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála í ljósi réttinda sakaðra manna“ (ásamt Oddnýju Mjöll Arnardóttur), Tímarit lögfræðinga, 3. hefti, 72. árgangur, 2022
 • Kennsla í einkamálaréttarfari við lagadeild Háskóla Íslands, 2015

TUNGUMÁL

 • Enska
 • Norðurlandamál