17. febrúar 2022 – Sigur í máli um umferðarrétt.

Ólafur Kjartansson, landsréttarlögmaður og einn eigenda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf., hafði sigur fyrir hönd umbjóðanda síns í máli þar sem krafist var innsetningar í ætlaðan umferðarrétt.  Í málinu var deilt um hvort heimila ætti eiganda þriggja lögbýla innsetningu í umferðarrétt um land nágranna hans. Í dómi Landsréttar var talið að fyrirliggjandi gögn væru ekki svo skýr að þau væru til þess fallin að skera með óyggjandi hætti úr um hinn ætlaða umferðarrétt án frekari sönnunarfærslu fyrir dómi í almennu einkamáli.

Ólafur Kjartansson og lögmenn LAGASTOÐAR búa yfir víðtækri reynslu í úrlausn deilumála sem varða ágreining um fasteignir.