15. september 2023 – Hæstiréttur hafnar beiðni Kara Connect ehf. um kæruleyfi.

Með ákvörðun 12. september sl. hefur Hæstiréttur hafnað beiðni Kara Connect ehf. (KC) um leyfi til að kæra úrskurð Landsréttar frá 3. júlí sl. Landsréttur hafði í úrskurði sínum staðfest niðurstöðu héraðsdóms um að vísa frá dómi kröfu KC á hendur embætti landlæknis, Origo hf., Sensa ehf. og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Niðurstaða Hæstaéttar var að kæruefnið hefði ekki fordæmisgildi og að ekki væri ástæða til að ætla að úrskurður Landsréttar væri bersýnilega rangur.

Málshöfðun KC á rætur að rekja til úrskurðar kærunefndar útboðsmála þar sem fjallað var um innkaup embættis landlæknis og Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins á hugbúnaðarþjónustu. Í málinu krafðist KC þess meðal annars að úrskurður kærunefndar útboðsmála yrði ógiltur að því leyti sem kröfum fyrirtækisins sem vörðuðu innkaup á þróun Sögu sjúkraskrárkerfis og viðbótum við kerfið hefði verið hafnað.

Dagmar Sigurðardóttir og Gizur Bergsteinsson lögmenn hjá LAGASTOÐ lögfræðiþjónustu gættu hagsmuna embættis landlæknis við meðferð málsins.