GUÐMUNDUR ÓLI BJÖRGVINSSON

LÖGMAÐUR – EIGANDI

Guðmundur Óli hefur réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómstólunum, Landsrétti og Hæstarétti Íslands. Hann lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 1998. Að námi loknu starfaði hann um skamma hríð sem aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Vestfjarða en stofnaði síðan lögmannsstofu í félagi við Halldór Helga Backman. Guðmundur Óli gekk í eigendahóp LAGASTOÐAR 2009.

Guðmundur Óli hefur sérþekkingu á félaga- og fjármunarétti og mikla reynslu af lagaumhverfi nýsköpunar- og tæknifyrirtækja. Hann hefur jafnframt mikla reynslu af skiptastjórn og endurskipulagningu á fjárhag fyrirtækja. Á undanförnum árum hefur Guðmundur Óli mest sinnt ráðgjöf í tengslum við kaup, sölu og fjármögnun fyrirtækja hér á landi og erlendis. Þá er honum oft falið að veita lögfræðiálit í tengslum við áreiðanleikakannanir og gerð lánasamninga. Guðmundur Óli situr í stjórnum nokkurra félaga. Guðmundur Óli talar reiprennandi ensku og norsku og tekur meðal annars að sér verkefni á þeim tungumálum. Hann veitti nýlega ráðgjöf í tengslum við opinber útboð sveitarfélaga á Norðurlöndunum.

MÁLFLUTNINGSRÉTTINDI

 • Hæstiréttur Íslands
 • Landsréttur
 • Héraðsdómstólar

MENNTUN

 • Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1998
 • Stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1992

TUNGUMÁL

 • Enska
 • Norska
 • Sænska
 • Danska

STARFSFERILL

 • LAGASTOР2009-
 • B&B Lögmenn ehf. 1998-2009
 • Héraðsdómur Vestfjarða 1998

KENNSLA

 • Leiðbeinandi í Norrænu málflutningskeppninni 2000-
 • Kennsla í Eignarétti II við Háskólann á Bifröst 2009
 • Kennsla í réttindanámi fasteignasala við Endurmenntun Háskóla Íslands

FÉLAGS- OG TRÚNAÐARSTÖRF

 • Formaður körfuknattleiksdeildar ÍR 2017-2019
 • Formaður Club Lögberg, liðs lagadeildar Háskóla Íslands í Norrænu málflutningskeppninni 2009-

Sérsvið

 • Eignarnám, landskipti og landamerki
 • Fasteignir
 • Félagaréttur
 • Fjármálafyrirtæki, verðbréfasjóðir og vátryggingafélög
 • Fjármögnun fyrirtækja
 • Lífeyrissjóðir
 • Málflutningur og gerðarmeðferð
 • Samkeppnisréttur
 • Skaðabóta- og vátryggingaréttur
 • Skiptastjórn og fjárhagsleg endurskipulagning
 • Stjórnskipunarréttur og mannréttindi
 • Útboð – Opinber innkaup
 • Verjendastörf og réttargæsla

Hafðu samband við Guðmund