Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 13. apríl 2023 var fallist á kröfu Heflunar ehf. um að innkaupferli Rarik ohf. á lagningu jarðstrengja yrði stöðvað um stundarsakir. Fyrir hönd Heflunar ehf. kærðu Ólafur Kjartansson og Dagmar Sigurðardóttir, lögmenn hjá LAGASTOÐ, innkaupferlið með vísan til þess að verulegir ágallar væru á framkvæmd innkaupanna.
Í ákvörðun kærunefndarinnar kemur fram að líta beri á innkaup Rarik ohf. vegna 22 jarðstrengjalagna sem eitt verk og því beri að leggja til grundvallar að bjóða hafi átt út verkið í samræmi við fyrirmæli reglugerðar nr. 340/2017 (veitureglugerðin). Var því talið að verulegar líkur hefðu verið leiddar að því að Rarik hefði brotið gegn lögum nr. 120/2016 um opinber innkaup og reglugerðum settum á grundvelli laganna og það brot gæti leitt til ógildinga ákvarðana eða athafna fyrirtækisins. Var innkaupaferlið því stöðvað um stundarsakir.