Marteinn Másson hæstaréttarlögmaður hjá Lagastoð hafði sigur fyrir hönd umbjóðanda síns í deilumáli nágranna um rétt til bílastæðis. Deilan snérist um rétt eins eiganda til bílastæðis sem hann taldi að tilheyrði sinni íbúð en því höfnuðu nágrannar hans sem töldu bílastæðið vera í sameign. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu er þinglýst eignarheimild samkvæmt afsali látin ráða niðurstöðunni, en ekki eignaskiptayfirlýsing sem sagði ekkert um eignarhald á umræddu bílastæði. Sjá nánar frétt Ríkisútvarpsins um málið.
Marteinn Másson og lögmenn LAGASTOÐAR búa yfir áratugareynslu í úrlausn deilumála sem varða ágreining um fasteignir.