Marteinn Másson

Sérsvið

 • Auðlindir, orka og umhverfismál
 • Eignarnám, landskipti og landamerki
 • Fasteignir
 • Félagaréttur
 • Fjölskyldumál – Hjón, sambúðarfólk, börn og erfðir
 • Höfunda- og hugverkaréttur
 • Innheimta vanskilakrafna
 • Málflutningur og gerðarmeðferð
 • Skaðabóta- og vátryggingaréttur
 • Verjendastörf og réttargæsla
 • Verktakaréttur

LÖGMAÐUR – EIGANDI

Marteinn hefur réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómstólunum, Landsrétti og Hæstarétti Íslands. Marteinn lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 1986, stundaði framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla 1988-89, hlaut réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómstólunum 1999 og Hæstarétti Íslands 2006. Marteinn starfaði sem framkvæmdastjóri Lögmannsfélags Íslands 1990-99 og sem sjálfstætt starfandi lögmaður 1999-2019. Marteinn gekk í eigendahóp LAGASTOÐAR 2020.

Marteinn hefur meðal annars sérþekkingu á verktaka- og útboðsrétti og ágreiningsmálefnum tengdum fasteignum, þar með talið skipulags- og byggingarmálum, eignarnámsmálum, landskiptamálum og landamerkjamálum. Þá hefur Marteinn mikla reynslu af skiptastjórn, bæði í þrotabúum og dánarbúum, og tekur að sér hagsmunagæslu í tengslum við hjónaskilnaði og sambúðarslit.

MÁLFLUTNINGSRÉTTINDI

STARFSFERILL

 • Lögmaður, LAGASTOÐ, 2020-
 • Sjálfstætt starfandi lögmaður, 1999-2019
 • Framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, 1990-99
 • Ritstjóri lagasafns, 1989-91
 • Fulltrúi hjá Ólafi Birgi Árnasyni hrl. á Akureyri, 1986-88
 • Störf til sjós og lands á námsárum, meðal annars sem togarasjómaður, farmaður, við uppskipun á fiski, í hvalstöð, á endurskoðendaskrifstofu, við prófarkalestur o.fl.

ÖNNUR STÖRF

 • Framkvæmdastjóri úrskurðarnefndar lögmanna, 1999-2011
 • Formaður úrskurðarnefndar um gjald vegna ólögmæts sjávarafla, 2001-10

MENNTUN

 • Framhaldsnám í lögfræði við Kaupmannahafnarháskóla, 1988-89
 • Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands, 1986
 • Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands, 1977

KENNSLA

 • Kennsla á námskeiðum til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi, 2000-7

TUNGUMÁL

 • Enska
 • Norðurlandamál