Magnús Baldursson

LÖGMAÐUR – EIGANDI

Magnús hefur réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti Íslands. Hann lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 1989 og hefur síðan þá starfað sem lögmaður. Samhliða lögmannsstöfum veitti Magnús um árabil Félagi ráðgjafarverkfræðinga (FRV) og Félagi sjálfstætt starfandi arkitekta (FSSA) forstöðu. Magnús gekk í eigendahóp LAGASTOÐAR 2020.

Magnús veitir ráðgjöf á flestum réttarsviðum og tekur að sér málflutning í einkamálum og verjendastörf í sakamálum. Á undanförnum árum hefur hann meðal annars veitt ráðgjöf til fyrirtækja og sveitarfélaga, svo sem í tengslum við opinber innkaup auk þess að annast málarekstur fyrir kærunefnd útboðsmála. Magnús hefur mikla reynslu af samningsgerð og hefur meðal annars annast kjarasamningsgerð og veitt ráðgjöf vegna starfsmannamála hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þá hefur Magnús víðtæka reynslu af skiptastjórn í þrotabúum og dánarbúum.

MÁLFLUTNINGSRÉTTINDI

 • Hæstiréttur Íslands, 2010
 • Landsréttur
 • Héraðsdómstólar

STARFSFERILL

 • Lögmaður, LAGASTOÐ, 2020-
 • Sjálfstætt starfandi lögmaður, 1995-2020
 • Framkvæmdastjóri FRV og FSSA, 1995-2013
 • Lögmaður, Lögmannsstofan Síðumúla 31, 1989-1995

MENNTUN

 • Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands, 1989
 • Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, 1982

TUNGUMÁL

 • Enska
 • Norðurlandamál 

Sérsvið

 • Eignarnám, landskipti og landamerki
 • Evrópuréttur/EES-réttur
 • Fjölskyldumál – Hjón, sambúðarfólk, börn og erfðir
 • Höfunda- og hugverkaréttur
 • Málflutningur og gerðarmeðferð
 • Skaðabóta- og vátryggingaréttur
 • Sveitarfélög
 • Útboð – Opinber innkaup
 • Verjendastörf og réttargæsla
 • Verktakaréttur
 • Vinnu- og vinnumarkaðsréttur

Hafðu samband við Magnús