Gizur Bergsteinsson

LÖGMAÐUR – EIGANDI

Gizur hefur réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómstólunum, Landsrétti og Hæstarétti Íslands. Hann lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 1998 og LL.M. gráðu í viðskipta- og félagarétti frá University College London 2004. Gizur hefur starfað sem lögmaður frá 2005 en fyrir þann tíma starfaði hann sem lögfræðingur hjá yfirskattanefnd og umboðsmanni Alþingis og síðar sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands. Gizur gekk í eigendahóp LAGASTOÐAR 2010.

Gizur sérhæfir sig í málarekstri fyrir úrskurðarnefndum og dómstólum en hann hefur flutt mál umbjóðenda sinna fyrir héraðsdómstólunum, Landsrétti, Hæstarétti Íslands og EFTA-dómstólnum. Jafnframt hefur hann gætt hagsmuna umbjóðenda sinna fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu og dómstóli Evrópusambandsins. Gizur veitir ráðgjöf á fjölmörgum réttarsviðum en hann hefur meðal annars sérþekkingu á samkeppnisrétti, reglum um ríkisaðstoð, félagarétti, skattarétti og málefnum sveitarfélaga. Á undanförnum árum hefur Gizur einkum veitt ríkisstofnunum og sveitarfélögum ráðgjöf auk þess sem hann hefur tekið að sér að gæta hagsmuna opinberra aðila í ágreiningsmálum fyrir úrskurðarnefndum og dómstólum.

MÁLFLUTNINGSRÉTTINDI

 • Hæstiréttur Íslands, 2012
 • Landsréttur
 • Héraðsdómstólar

STARFSFERILL

 • Lögmaður, LAGASTOÐ, 2010-
 • Lögmaður, Lögmannsstofa Gizurar Bergsteinssonar ehf., 2005-2007 og 2008-2009
 • Lögmaður, Kaupþing banki hf., 2007-2008
 • Aðstoðarmaður dómara, Hæstiréttur Íslands, 2001-2003 og 2004-2005
 • Lögfræðingur, yfirskattanefnd og umboðsmaður Alþingis, 1998-2001

ÖNNUR STÖRF

 • Nefndarmaður í endurupptökunefnd, 2018-2020
 • Nefndarmaður í áfrýjunarnefnd neytendamála, 2005-2007

MENNTUN

 • LL.M. gráða frá University College London, 2004
 • Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands, 1998
 • Skiptinám við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla, 1998
 • Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, 1993

KENNSLA

 • Prófdómari í munnlegum prófum í samkeppnisrétti og við meistaravarnir á ýmsum réttarsviðum við lagadeild Háskóla Íslands, 2011-
 • Kennsla í einkamálaréttarfari við lagadeild Háskóla Íslands, 1998-2008, 2013 og 2015
 • Kennsla í einkamálaréttarfari á námskeiði til öflunar lögmannsréttinda, 2006-2007
 • Leiðbeinandi BA-ritgerðarnema við lagadeild Háskóla Íslands, 2006
 • Umsjón með námskeiðinu BA-ritgerð í lögfræði við lagadeild Háskóla Íslands, 2005-2006

FÉLAGS- OG TRÚNAÐARSTÖRF

 • Nefndarmaður í siðareglunefnd Lögmannafélags Íslands, 2020-
 • Formaður stjórnar foreldrafélags Réttarholtsskóla, 2020-2021
 • Nefndarmaður í ritrýninefnd tímaritsins Lögréttu, 2005-2007
 • Stjórnarmaður og síðar formaður Bókaútgáfu Orators, 1998-2003
 • Framkvæmdastjóri Bókaútgáfu Orators, 1995-1997

TUNGUMÁL

 • Enska
 • Þýska
 • Danska

Sérsvið

 • Evrópuréttur/EES-réttur
 • Félagaréttur
 • Málflutningur og gerðarmeðferð
 • Samkeppnisréttur
 • Skattar og þjónustugjöld
 • Skiptastjórn og fjárhagsleg endurskipulagning
 • Stjórnskipunarréttur og mannréttindi
 • Sveitarfélög
 • Útboð – Opinber innkaup

Hafðu samband við gizur