KRISTINN BJARNASON

Sérsvið

  • Auðlindir, orka og umhverfismál
  • Eignarnám, landskipti og landamerki
  • Félagaréttur
  • Fjármálafyrirtæki, verðbréfasjóðir og vátryggingafélög
  • Fjármögnun fyrirtækja
  • Málflutningur og gerðarmeðferð
  • Opinber starfsmannaréttur
  • Samkeppnisréttur
  • Skiptastjórn og fjárhagsleg endurskipulagning
  • Stjórnskipunarréttur og mannréttindi
  • Sveitarfélög
  • Verktakaréttur

LÖGMAÐUR – EIGANDI

Kristinn hefur réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti Íslands. Hann lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 1989 og hefur síðan þá starfað sem lögmaður ýmist sjálfstætt eða í félagi við aðra. Kristinn gekk í eigendahóp LAGASTOÐAR 2010.

Kristinn hefur mikla reynslu af málflutningi, hvort tveggja í einkamálum og sem verjandi í sakamálum, en hann hefur flutt á fjórða hundrað mál fyrir dómstólum. Þá hefur hann gætt hagsmuna umbjóðenda sinna fyrir fjölmörgum úrskurðarnefndum, svo sem óbyggðanefnd og matsnefnd eignarnámsbóta. Kristinn hefur umfangsmikla reynslu af skiptastjórn en hann var formaður slitastjórnar LBI hf. (áður Landsbanka Íslands hf.) 2009-16. Á undanförnum árum hefur Kristinn einkum veitt rágjöf til fjármálafyrirtækja og sveitarfélaga svo og til fyrirtækja sem eru í greiðslustöðvun eða leita nauðasamninga.

MÁLFLUTNINGSRÉTTINDI

STARFSFERILL

  • Lögmaður, LAGASTOÐ, 2010-
  • Lögmaður, KB lögmannsstofa ehf., 1996-2009
  • Lögmaður, Almenna lögfræðistofan hf., 1989-96

ÖNNUR STÖRF

  • Aðalmaður í úrskurðarnefnd lögmanna, 2002-2024
  • Varadómari í Landsrétti, 2022
  • Varadómari í Hæstarétti, 2017, 2021 og 2023
  • Formaður slitastjórnar Landsbanka Íslands hf. (LBI hf.), 2011-16
  • Varaformaður kærunefndar samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, 2006-7

MENNTUN

  • Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands, 1989
  • Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Egilsstöðum, 1984

KENNSLA

  • Kennsla á námskeiðum um gjaldþrotaskipti á vegum Lögmannafélags Íslands, 2009-
  • Prófdómari við meistaravarnir á ýmsum réttarsviðum við lagadeild Háskóla Íslands, 2011-

FÉLAGS- OG TRÚNAÐARSTÖRF

  • Stjórnarmaður, Lögmannafélag Íslands, 1997-99

TUNGUMÁL

  • Enska
  • Norræn tungumál