7. janúar 2021 – Gizur Bergsteinsson gætti hagsmuna Samkeppniseftirlitsins og íslenska ríkisins fyrir Hæstarétti í máli vegna ólögmæts samráðs byggingarvörufyrirtækja.

Gizur Bergsteinsson lögmaður gætti nýlega hagsmuna Samkeppniseftirlitsins og íslenska ríkisins fyrir Hæstarétti í máli vegna ólögmæts samráðs byggingarvörufyrirtækja. Með dómi Hæstaréttar uppkveðnum í dag var sekt Norvik hf., móðurfélags Byko ehf., vegna brota Byko ehf. gegn 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 hækkuð frá sem kveðið var á um í dómi Landsréttar.