7. apríl 2020 – Landsréttur féllst á kröfu umbjóðanda Guðbjarna Eggertssonar í skaðabótamáli vegna læknamistaka.

Guðbjarni Eggertsson lögmaður gætti nýlega hagsmuna tjónþola í skaðabótamáli vegna læknamistaka. Með dómi Landsréttar uppkveðnum í dag var Landspítalanum gert að greiða umbjóðanda Guðbjarna um það bil 41 m. kr. auk nánar tiltekinna vaxta og dráttarvaxta.