9. maí 2022 – Hæstiréttur hafnar beiðni um áfrýjunarleyfi í máli vegna riftunar kaupa á Porsche bifreið.

Með dómi Landsréttar 21. janúar 2022 var staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli umbjóðanda Gizurar Bergsteinssonar, lögmanns og eins eigenda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf. Með dóminum var fallist á að umbjóðanda Gizurar hafi verið heimilt að rifta kaupum á Porsche bifreið vegna vatns sem safnaðist fyrir í henni.

Bílabúð Benna ehf., umboðsaðili Porsche bifreiða á Íslandi, óskaði í kjölfarið eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar. Með ákvörðun Hæstaréttar í dag var beiðninni hafnað.