9. desember 2022 – Sigur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti.

Landsréttur kvað í dag upp dóm í meiðyrðamáli þar sem umbjóðandi Kristins Bjarnasonar, lögmanns og eins eigenda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf., var sýknaður af kröfu um ómerkingu ummæla og greiðslu skaðabóta. Ummælin hafði hann látið falla í sjónvarpsþætti þar sem fjallað var um nám við Ferðamálaskóla Íslands. Landsréttur taldi ummælin hluta af opinberri umræðu um menntamál leiðsögumanna. Hefðu ummælin beinst að atvinnufyrirtæki sem bauð almenningi þjónustu en ekki einstaklingi og yrðu slík fyrirtæki að þola meiri gagnrýni. Var talið að meta yrði ummælin heildstætt sem gildisdóm sem hefði átt sér næga stoð í staðreyndum. Sjá nánar dóm Landsréttar.

Lögmenn LAGASTOÐAR veita bæði einstaklingum og fyrirtækjum ráðgjöf um hversu langt má ganga í umfjöllun um málefni þeirra á opinberum vettvangi.