8. september 2021 – Dagmar Sigurðardóttir í hóp eigenda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf.

Dagmar Sigurðardóttir lögmaður, sem gegndi starfi sviðsstjóra lögfræðisviðs Ríkiskaupa á árunum 2013-20, er gengin til liðs við LAGASTOÐ lögfræðiþjónustu ehf. Dagmar hefur meðal annars sérhæft sig í álitaefnum tengdum opinberum innkaupum, þ.e. samningsgerð og útboðum opinberra aðila á vöru-, þjónustu- og verkframkvæmdum, og hefur gætt hagsmuna opinberra aðila hvort tveggja fyrir kærunefnd útboðsmála og dómstólum. Við bjóðum Dagmar velkomna.