Dómsmálaráðherra hefur skipað Gizur Bergsteinsson, hæstaréttarlögmann og einn eiganda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf., til að taka sæti í réttarfarsnefnd. Skipunartími er frá 1. mars 2022 til 28. febrúar 2027.
Réttarfarsnefnd er fastanefnd skipuð af dómsmálaráðherra og hefur það hlutverk að vera ráðherra til ráðgjafar á sviði réttarfars. Helstu verkefni nefndarinnar eru að:
– vera dómsmálaráðherra til ráðgjafar um samningu frumvarpa og annarra reglna á sviði réttarfars,
– semja frumvörp og aðrar reglur að beiðni ráðherra á því sviði og í samræmi við áætlun og áherslur ráðherra,
– veita umsagnir um frumvörp og aðrar tillögur er varða réttarfar.