Viðskiptavinur LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf., íbúðareigandi í þriggja íbúða fjöleignarhúsi á Skólavörðuholti, fékk í Landsrétti viðurkenndan eignarrétt sinn að bílastæði á lóð hússins. Deilan snerist um það hvort bílastæðið væri séreign íbúðareigandans, en eigendur annarra íbúða í húsinu töldu að bílastæðið væri í sameign þeirra allra. Með dómi Landsréttar þann 31. mars 2023 var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að bílastæðið væri séreign íbúðareigandans. Marteinn Másson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LAGASTOÐAR, gætti hagsmuna hans í málinu.
Lögmenn LAGASTOÐAR búa yfir áratuga reynslu af ráðgjöf og úrlausn deilumála sem tengjast fasteignum.