3. september 2018 – Guðmundur Óli Björgvinsson gætti hagsmuna NLL Recycling Ltd. fyrir Landsrétti.

Guðmundur Óli Björgvinsson lögmaður gætti nýlega hagsmunaa NLL Recycling Ltd. fyrir Landsrétti í máli þar sem fyrirtækið krafðist þess að því yrði heimilað að fá nánar tiltekin endurvinnslutæki tekin með beinni aðfarargerð úr hendi Sindraportsins ehf. Með úrskurði Landsréttar 3. september 2018 var fallist á kröfu NLL Recycling Ltd.