22. september 2021 – Ólafur Kjartansson í hóp eigenda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf.

Ólafur Kjartansson lögmaður er genginn til liðs við LAGASTOÐ lögfræðiþjónustu ehf. Ólafur hefur hefur einkum sinnt verkefnum á sviði verktaka- og útboðsréttar og annast samningagerð af margvíslegu tagi. Ólafur veitir ráðgjöf um allt sem viðkemur fasteignum, þar með talið réttarreglur um skipulagsmál, fjöleignarhús og fasteignaviðskipti. Við bjóðum Ólaf velkominn.