21. janúar 2022 – Landsréttur fellst á heimild til að rifta kaupum á Porsche bifreið.

Með dómi Landsréttar uppkveðnum í dag var staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli umbjóðanda Gizurar Bergsteinssonar, lögmanns og eins eiganda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf. Með dóminum var fallist á að umbjóðanda Gizurar hafi verið heimilt að rifta kaupum á Porsche bifreið vegna vatns sem safnaðist fyrir í henni.

Frétt RÚV um málið:

Fær gallaðan Porsche-jeppa endurgreiddan | RÚV (ruv.is)