Ein helsta ástæða þess að útboð misheppnast er að kaupandi bíður í lengstu lög með að taka ákvörðun um nauðsynleg innkaup. Dagmar Sigurðardóttir, lögmaður og einn eigenda hjá LAGASTOÐ, skrifaði nýlega grein um opinber útboð í Viðskiptablaðið.
Opinberum aðilum (kaupendum) sem ráðstafa skattfé almennings og fyrirtækja við kaup á vörum, þjónustu og verkframkvæmdum, ber að fara eftir lögum um opinber innkaup nr. 120/2016. Við gerð nýs samnings þarf að reikna út heildarvirði hans og skoða tengsl við aðra samninga og bjóða samninginn út ef hann er yfir viðmiðunarmörkum um útboðsskyldu. Góður undirbúningur er lykilatriði. Ein helsta ástæða þess að útboð misheppnast er að kaupandi bíður í lengstu lög með að taka ákvörðun um nauðsynleg innkaup. Þegar hann bráðvantar þjónustu, vöru eða verk, rýkur hann til og vill að útboðið verði auglýst strax.