19. nóvember 2021 – Sigur í ágreiningsmáli um sameign í fjöleignarhúsi.

Landsréttur hefur með dómi uppkveðnum í dag staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness um að þvottahús í fjölbýlishúsi í Kópavogi sé sameign, en íbúi í húsinu taldi sig eiga þvottahúsið. Með dóminum er fallist á kröfu umbjóðanda Guðmundar Óla Björgvinssonar, hæstaréttarlögmanns og eins eigenda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf., um að þvottahúsið sé sameign íbúa. Lögmenn LAGASTOÐAR búa yfir áratugareynslu í úrlausn deilumála sem varða ágreining um fasteignir.

Frétt RÚV um málið:

Þvottahús dæmt sameign eftir tveggja ára nágrannadeilu | RÚV (ruv.is)