18. nóvember 2023 – LAGASTOÐ opnar starfstöð á Ísafirði.

Við höfum opnað starfstöð á Ísafirði þar sem íbúum og fyrirtækjum á Vestfjörðum býðst alhliða lögfræðiþjónusta. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, lögmaður og einn eigenda Lagastoðar, veitir skrifstofunni forstöðu.

Þann 16. nóvember sl. stóðum við fyrir opnum fundi á Ísafirði þar sem Sveinbjörg Birna kynnti áherslur í starfsemi lögmannsstofunnar og svaraði fyrirspurnum frá fundarmönnum. Fundurinn var vel sóttur og er ráðgert að halda fleiri fundi á næstunni.

Lagastoð er í eigu 11 lögmanna en auk þeirra starfa á lögmannsstofunni löglærðir fulltrúar og skrifstofufólk.