16. maí 2023 – Margrét Helga og Alda Lín hefja störf á Lagastoð.

Margrét Helga Kristínar Stefánsdóttir og Alda Lín Auðunsdóttir hafa verið ráðnar til Lagastoðar.

Margrét Helga lauk meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 2013 og hlaut réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómstólunum sama ár. Að námi loknu starfaði hún sem lögmaður hjá Lagastoð fram á árið 2016 en starfaði síðan sem aðstoðarmaður dómara á öllum dómstigum, var settur héraðsdómari auk þess hún hefur undanfarin tvö ár unnið á vegum dómstólasýslunnar að stafrænni umbreytingu málsmeðferðar fyrir dómstólum. Ásamt almennum lögmannsstörfum gegnir Margrét Helga stöðu verkefnastjóra hjá Lagastoð.

Alda Lín lýkur meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands nú í vor, en lokaritgerð hennar fjallar um skaðabótaábyrgð heilbrigðisstarfsmanna og heilbrigðisstofnana. Hún hefur undanfarin tvö ár starfað hjá Lagastoð meðfram námi en verður nú fulltrúi á lögmannsstofunni.

Við bjóðum þær Margréti Helgu og Öldu Lín velkomnar til starfa.