16. febrúar 2023 – Héraðsdómur vísar frá máli um viðurkenningu á skaðabótaábyrgð seljanda fasteignar.

Héraðsdómur Reykjaness vísaði nýverið frá máli sem kaupendur fasteignar höfðuðu til viðurkenningar á skaðabótaábyrgð seljanda vegna ætlaðra galla á eigninni. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, lögmaður og einn eigenda LAGASTOÐAR, gætti hagsmuna seljandans í málinu. Sjá nánar dóm Héraðsdóms Reykjaness.

Lögmenn LAGASTOÐAR hafa sérþekkingu á lagareglum um fasteignakaup, þar með talið málum vegna ætlaðra galla á fasteign, og taka að sér að gæta hagsmuna bæði kaupenda og seljenda.