16. febrúar 2021 – Gizur Bergsteinsson á meðal höfunda ritgerðasafns vegna 100 ára afmælis Hæstaréttar Íslands.

Nýlega var gefið út safn ritgerða í tilefni af 100 ára afmæli Hæstaréttar Íslands. Allar ritgerðirnar eru á sviði réttarfars og samdar af núverandi eða fyrrverandi aðstoðarmönnum dómara við Hæstarétt Íslands. Grein Gizurar í ritinu ber heitið „Áfrýjun héraðsdóms í einkamáli til Landsréttar“.

Ritgerðasafnið nefnist Hæstiréttur og Háskóli Íslands og er gefið út af bókaútgáfunni Fons Juris.