15. nóvember 2022 – Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, heimsækir Lagastoð.

Síðastliðinn föstudag, 11. nóvember 2022, var Orator, félagi laganema við Háskóla Íslands, boðið að kynna sér starfsemi LAGASTOÐAR. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, stjórnarformaður LAGASTOÐAR, kynnti nokkra af lögmönnum stofunnar og fjallaði um áherslur í starfseminni. Á undanförnum árum hefur fjórum laganemum á ári verið boðið að koma í þriggja mánaða starfsnám á lögmannsstofunni.