15. nóvember 2019 – Kristinn Bjarnason gætti hagsmuna Borgarbyggðar í máli um viðurkenningu á bótaskyldu vegna byggingarleyfis sem var fellt úr gildi.

Kristinn Bjarnason, lögmaður og einn eigenda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf., gætti hagsmuna Borgarbyggðar fyrir Landsrétti í máli um viðurkenningu á bótaskyldu vegna byggingarleyfis sem var fellt úr gildi.

Með dómi Landsréttar uppkveðnum í dag var Borgarbyggð sýknuð af kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu vegna ætlaðs tjóns sem hefði hlotist af byggingarleyfi sem sveitarfélagið gaf út en úrskurðarnefnd umhveris- og auðlindamála felldi úr gildi.