12. desember 2022 – Pétur Örn skipaður formaður starfshóps um gerð tillagna að lagabreytingum á sviði fasteignakaupa.

Pétur Örn Sverrisson, lögmaður og einn eigenda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf., var nýlega skipaður formaður starfshóps um gerð tillagna að lagabreytingum á sviði fasteignakaupa. Hlutverk starfshópsins er að bregðast við þingsályktun um ástandsskýrslur fasteigna, sem samþykkt var á 151. löggjafarþingi. Er starfshópnum falið að undirbúa, ef við á, lagafrumvarp sem felur í sér endurskoðun á lögum um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015, og lögum um fasteignakaup, nr. 40/2002, með nánar tiltekin atriði að leiðarljósi. Þá er starfshópnum falið að taka til skoðunar aðrar tillögur á sviði fasteignakaupa.