11. október 2022 – LAGASTOÐ gerir samstarfssamning við Andersen Global.

LAGASTOÐ gerði nýverið samstarfssamning við Andersen Global en fyrirtækið sérhæfir sig í að veita ráðgjöf um lögfræði- og skattamál. Samningurinn tryggir viðskiptavinum LAGASTOÐAR aðgang að framúrskarandi ráðgjöf á þessum sviðum um víða veröld. Andersen Global var stofnað á árinu 2013 og hefur á að skipa yfir 12.000 sérfræðingum sem starfa á yfir 380 starfsstöðvum. Sjá nánar frétt á heimasíðu Andersen Global.