11. nóvember 2021 – Hlaðvarp LAGASTOÐAR er farið í loftið.

Hlaðvarp LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf. er farið í loftið.

Í hlaðvarpinu er fjallað um lögfræði og lögfræðitengd málefni á mannamáli. Fyrstu þrír þættirnir fjalla um erfðamál og ágreiningsmál í tengslum við erfðir, sambúðarmál og stjúpvinkla í fjármálum o.fl.

Umsjónarmaður hlaðvarpsins er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, lögmaður og framkvæmdastjóri LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf.

Þættirnir eru aðgengilegir hvort tveggja á Spotify og Apple Podcasts.