11. janúar 2023 – Sölvi Davíðsson verður forstöðumaður lögfræðisviðs Festi hf.

Sölvi Davíðsson, lögmaður og einn eigenda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf., hefur verið ráðinn forstöðumaður lögfræðisviðs Festi hf. Sölvi lauk meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 2009 og hóf störf sem fulltrúi hjá LAGASTOÐ sama ár. Hann hefur sérþekkingu á sviði félaga- og fjármunaréttar en í störfum sínum hefur hann einkum annast hagsmunagæslu og veitt ráðgjöf til fyrirtækja og sveitarfélaga. Sölvi öðlaðist réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómstólunum 2010 og Landsrétti 2018. Við þökkum Sölva fyrir gjöfult samstarf í gegnum tíðina og óskum honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.