10. nóvember 2022 – Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna viðurkennir rétt tveggja nemenda í MBA-námi til námsstyrks.

Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna féllst nýlega á kröfu tveggja nemenda í MBA-námi við Háskóla íslands um að þeir ættu rétt á námsstyrk vegna námsins. Samkvæmt niðurstöðu málskotsnefndarinnar geta úthlutunar­reglur Menntasjóðs ekki vikið til hliðar skýrum ákvæðum í lögum um Mennta­sjóð þar sem mælt er fyrir um rétt nem­enda sem stunda láns­hæft hluta­nám til náms­styrks. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, lögmaður og einn eigenda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónusta ehf., gætti hagsmuna nemendanna fyrir málskotsnefndinni. Sjá nánar umfjöllun Fréttablaðsins um málið.