10. júní 2022 – Sigur í máli vegna ætlaðra galla á fasteign.

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað nýlega upp dóm í máli þar sem umbjóðendur Elvu Óskar S. Wiium, lögmanns og eins eigenda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf., voru sýknaðir af kröfu um greiðslu skaðabóta vegna ætlaðra galla á fasteign. Dómurinn hafnaði því að umbjóðendur Elvu Óskar hefðu vanrækt upplýsingaskyldu sína og taldi að ytra byrði fasteignarinnar hefði verið illa farið og að kaupendur hhefðu átt að sjá það við venjulega skoðun. Sjá nánar dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.

Lögmenn LAGASTOÐAR hafa sérþekkingu á lagareglum um fasteignakaup, þar með talið málum vegna ætlaðra galla á fasteign, og taka að sér að gæta hagsmuna bæði kaupenda og seljenda.