Sölvi Davíðsson

Sérsvið

  • Auðlindir, orka og umhverfismál
  • Evrópuréttur/EES-réttur
  • Fasteignir
  • Félagaréttur
  • Fjármálafyrirtæki, verðbréfasjóðir og vátryggingafélög
  • Fjármögnun fyrirtækja
  • Fjölskyldumál – Hjón, sambúðarfólk, börn og erfðir
  • Höfunda- og hugverkaréttur
  • Málflutningur og gerðarmeðferð
  • Samkeppnisréttur
  • Samrunar og áreiðanleikakannanir
  • Skaðabóta- og vátryggingaréttur
  • Sveitarfélög
  • Verjendastörf og réttargæsla

LÖGMAÐUR – EIGANDI

Sölvi hefur réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómstólunum og Landsrétti. Hann lauk meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 2009 og hlaut réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómstólunum ári síðar. Sölvi starfaði sem fulltrúi hjá LAGASTOÐ 2009-2017, var sjálfstætt starfandi lögmaður 2017-2020 og gekk í eigendahóp LAGASTOÐAR 2020.

Sölvi hefur sérþekkingu á sviði félaga- og fjármunaréttar. Þá hefur hann mikla reynslu af skiptastjórn en hann veitti LBI hf. (áður Landsbanka Íslands hf.) margvíslega ráðgjöf á árunum 2009-2016. Á undanförnum árum hefur Sölvi sinnt almennri lögmannsþjónustu og hagsmunagæslu í þágu einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila en hann hefur meðal annars veitt fiskeldisfyrirtækjum ráðgjöf og annast hagsmunagæslu fyrir þau. Sölvi tekur að sér málflutning í einkamálum og verjandastörf í sakamálum.

MÁLFLUTNINGSRÉTTINDI

STARFSFERILL

  • Lögmaður, LAGASTOÐ, 2009-17 & 2020-
  • Lögmaður, SD lögmannsstofa ehf., 2017-20
  • Lögmaður, OPUS lögmenn ehf., 2008-9
  • Glitnir banki hf., 2006-8

ÖNNUR STÖRF

  • Ritari úrskurðarnefndar lögmanna, 2017-
  • Sérstaklega skipaður sem formaður kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í sjö málum, 2018-20

MENNTUN

  • Meistarapróf frá lagadeild Háskóla Íslands, 2009
  • BA-próf frá lagadeild Háskóla Íslands, 2007
  • Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands, 2004

KENNSLA

  • Kennsla við lagadeild Háskóla Íslands 2009

TUNGUMÁL

  • Enska
  • Norðurlandamál