Landsréttur kvað nýlega upp dóm í máli sem húsfélag höfðaði á hendur seljanda íbúða í fjöleignarhúsi auk byggingarstjóra og hönnuðar ásamt vátryggjendum þeirra. Í málinu krafðist húsfélagið skaðabóta vegna galla á sameign fjöleignarhússins.
Í dómi Landsréttar kemur fram að frágangur á yfirborði og þaki bílageymslu í fjöleignarhúsinu hafi ekki verið í samræmi við byggingarreglugerð. Með vísan til þessa voru seljandi íbúða í fjöleignarhúsinu auk byggingarstjóra og vátryggingarfélags hans talin bera skaðabótaábyrgð á tjóni húsfélagsins. Aftur á móti var hönnuður hússins ekki talinn bera sök á því að byggingaraðili hefði brugðið út frá upprunalegri hönnun hússins.
Ólafur Kjartansson, lögmaður og einn eigenda LAGASTOÐAR, gætti hagsmuna húsfélagsins við meðferð málsins. Lögmenn LAGASTOÐAR sérhæfa sig í málum þar sem ágreiningur er um fasteignaviðskipti eða galla í fasteignum.