LAGASTOÐ hefur gerst aðilarfélag Festu – miðstöðvar um sjálfbærni. Markmið Festu er að auðvelda og hraða þróun í átt að hringrásarhagkerfi og sjálfbæru atvinnulífi. Í sinni einföldustu mynd felst sjálfbærni í því að fyrirtæki, stofnanir og hverskyns skipulagsheildir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið.
Lögmenn LAGASTOÐAR veita ráðgjöf um fjölmörg atriði sem tengjast sjálfbærni. Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur lögmanns.