Héraðsdómur Vesturlands sýknaði nýverið eigendur Vestri-Leirárgarða af kröfu eigenda Eystri-Leirárgarða um að viðurkenndur yrði umferðarréttur hinna síðarnefnda um veg í landi hinna fyrrnefndu. Í dómi héraðsdóms er tekið undir sjónarmið eigenda Vestri-Leirárgarða um að sýna þurfi fram á stöðug og viðvarandi afnot í 40 ár til að hefðarréttur stofnist. Var talið að eigendur Eystri-Leirárgarða hefðu ekki fært sönnur á slík afnot. Elva Ósk S. Wiium og Ólafur Kjartansson, lögmenn á LAGASTOÐ, gættu hagsmuna eigenda Vestri-Leirárgarða. Sjá nánar dóm Héraðsdóms Vesturlands..
Lögmenn LAGASTOÐAR hafa sérþekkingu á lagareglum á sviði eignaréttar, þar með talið málum vegna umferðarréttar, skipulagsmála og lóðarleigusamninga, og sinna hagsmunagæslu í slíkum málum.