Marteinn Másson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LAGASTOÐAR, gætti nýlega hagsmuna aðalhönnuðar fasteignar sem var ásamt byggingarstjóra og seljendum eignarinnar krafinn um skaðabætur vegna ætlaðra galla á henni. Þeir gallar sem kaupendur töldu vera á eigninni voru ýmist taldir ósannaðir eða stafa af því að frágangur eignarinnar væri ekki í samræmi við hönnunargögn. Var aðalhönnuður fasteignarinnar því sýknaður af kröfu kaupenda. Sjá nánar dóm Héraðsdóms Reykjaness.
Marteinn Másson og lögmenn LAGASTOÐAR búa yfir áratugareynslu í úrlausn deilumála sem varða ágreining um fasteignir og skyld álitaefni.