Marteinn Másson hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LAGASTOÐAR, gætti nýlega hagsmuna seljanda parkets sem var krafinn um skaðabætur vegna ætlaðra galla á því. Talið var ósannað að parketið væri gallað heldur hafi aðstæður í þeirri fasteign þar sem það var lagt valdið því að það hefði rýrnað og spónn sprungið. Var seljandi parketsins því sýknaður af kröfu kaupanda þess. Sjá nánar dóm Héraðsdóms Reykjaness.
Marteinn Másson og lögmenn LAGASTOÐAR búa yfir áratugareynslu í úrlausn deilumála sem varða ágreining um fasteignir og skyld álitaefni.