Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna féllst nýlega á kröfu tveggja nemenda í MBA-námi við Háskóla íslands um að þeir ættu rétt á námsstyrk vegna námsins. Samkvæmt niðurstöðu málskotsnefndarinnar geta úthlutunarreglur Menntasjóðs ekki vikið til hliðar skýrum ákvæðum í lögum um Menntasjóð þar sem mælt er fyrir um rétt nemenda sem stunda lánshæft hlutanám til námsstyrks. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, lögmaður og einn eigenda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónusta ehf., gætti hagsmuna nemendanna fyrir málskotsnefndinni. Sjá nánar umfjöllun Fréttablaðsins um málið.