Við veitum viðskiptavinum okkar ráðgjöf á flestum réttarsviðum og gætum hagsmuna þeirrar gagnvart stjórnvöldum og fyrir dómstólum. Á meðal viðskiptavina okkar eru einstaklingar, innlend og erlend fyrirtæki, sveitarafélög, ríkisstofnanir og ráðuneyti. Lögmenn LAGASTOÐAR  eru lausnamiðaðir því árangurinn skiptir máli.

Saga LAGASTOÐAR

Starfsemi Lagastoðar á rætur að rekja til ársins 1979 þegar þeir Sigurmar Kristján Albertsson og Skúli Eggert Sigurz stofnuðu lögfræðiskrifstofu en frá árinu 1990 starfræktu þeir hana undir merkjum Lagastoðar.

Með stofnun LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf. árið 2010 gengu lögmennirnir Halldór Helgi Backman, Guðmundur Óli Björgvinsson og Kristinn Bjarnason síðan til liðs við lögmannsstofuna. Í kjölfarið hafa lögmennirnir Dagmar Sigurðardóttir, Elva Ósk S. Wium, Gizur Bergsteinsson, Guðbjarni Eggertsson, Magnús Baldursson, Marteinn Másson, Ólafur Kjartansson, Pétur Örn Sverrisson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Sölvi Davíðsson bæst í hóp eigenda lögmannsstofunnar.

Stjórn og skipulag

LAGASTOÐ lögfræðiþjónusta ehf. er í dag í eigu 12 lögmanna, en hjá okkur starfa jafnframt löglærðir fulltrúar og skrifstofufólk. Framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og stjórnarformaður Guðmundur Óli Björgvinsson.

Skrifstofur okkar eru á 5.-7. hæð í Lágmúla 7 í Reykjavík. Opnunartími er frá 9 til 16 alla virka daga.