Í nýlegum úrskurði Landsréttar reyndi á gildi erfðaskrár þar sem arfleifandi hafði arfleitt SOS Barnaþorpin að helmingshlut sínum í tiltekinni fasteign auk bankainnistæðna, hlutabréfa og innbús. Tveimur árum eftir gerð erfðaskrárinnar eignaðist arfleifandi fasteignina að fullu, en í kjölfarið seldi hann fasteignina og keypt aðra í staðinn. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að markmið og forsenda arfleifanda fyrir gerð erfðaskrárinnar hafi verið að eignir hans rynnu til góðgerðarstarfs. Hafi Barnaþorp SOS verið eini aðilinn sem hafi verið tilgreindur í því sambandi. Með vísan til þessa var talið að ætlun arfleifanda hafi verið að nær allar veraldlegar eigur hans skyldu renna til Barnaþorpa SOS. Í því ljósi yrði að líta svo á að þær eigur sem hefðu komið í stað þeirra sem getið væri í erfðaskránni skyldu renna til Barnaþorpa SOS enda lægi fyrir að arfleifandi hafi ekki gert nokkurn reka að því að mæla fyrir um aðra ráðstöfun með gerð nýrrar erfðaskrár eða viðauka við fyrirliggjandi erfðaskrá. Var hið sama talið gilda um þann hluta umræddrar fasteignar sem arfleifandi hafði eignast eftir gerð erfðaskrárinnar.
Kristinn Bjarnason, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LAGASTOÐAR, gætti hagsmuna Barnaþorpa SOS við meðferð málsins. Lögmenn LAGASTOÐAR veita ráðgjöf um erfðamál og taka að sér hagsmunagæslu í ágreiningsmálum um erfðir.