Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, lögmaður og einn eiganda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf., gætti í dag hagsmuna bókara sem var ásamt framkvæmdastjóra og stjórnarformanni einkahlutafélags ákærður fyrir að hafa oftalið rekstrargjöld og innskatt í rekstri félagsins og með því brotið gegn gegn 1. og 5. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og 1. og 6. mgr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Málið flutti Sveinbjörg Birna sem sitt þriðja prófmál til öflunar málflutningsréttinda fyrir Landsrétti.
Með dómi héraðsdóms hafði bókarinn verið sakfelldur og gert að greiða fésekt og sæta skilorðsbundinni fangelsisrefsingu. Fyrir Landsrétti reynir meðal annars á hvaða kröfur er heimilt að gera við mat á sök verktaka sem tekur að sér að færa bókhald og hvort heimilt sé að gera slíkum aðila að greiða fésekt líkt og framkvæmdastjóra og stjórnarformanni viðkomandi félags.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir lögmaður, sem starfaði áður hjá endurskoðunarfyrirtækjunum Deloitte og Ernst & Young, veitir ráðgjöf um skattaleg álitaefni fyrirtækja og einstaklinga, og tekur að sér vörn í sakamálum vegna ætlaðra brota á skattalögum.
Sjá dóm Héraðsdóms Reykjaness.