Hæstiréttur Íslands kvað í gær upp tímamótadóm í máli þar sem deilt var um hvort uppfyllt væru skilyrði til afhendingar barns á grundvelli laga nr. 160/1995 um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl. Guðbjarni Eggertsson, lögmaður og einn eigenda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf., gætti hagsmuna móður í málinu. Í dómi Hæstaréttar er tekið fram að meta verði hvort afhending barnsins geti haft í för með sér andlegan eða líkamlegan skaða ef móður sé ekki fært að fylgja því eftir til heimalands föður og viðhalda þar tengslum við það.