Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

LÖGMAÐUR – EIGANDI 

Sveinbjörg Birna hefur réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómstólunum. Hún lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 2001 og hlaut réttindi sem löggiltur fasteignasali og til að flytja mál fyrir héraðsdómstólunum 2002. Sveinbjörg Birna hefur meðal annars starfað sem lögfræðingur hjá endurskoðunarfyrirtækjum á sviði skatta- og félagaréttar, sem sjálfstætt starfandi lögmaður og við fasteignaverkefni hér á landi og erlendis. Hún gekk til liðs við LAGASTOÐ 2019.

Sveinbjörg Birna hefur mikla reynslu af samningagerð, áreiðanleikakönnunum (áhættumati í fyrirtækjarekstri) og fjármögnun fyrirtækja. Þá hefur hún sérþekkingu á ágreiningsmálum tengdum fasteignum og skipulags- og byggingarmálum auk þess sem hún hefur verið dómkvaddur matsmaður. Í dag leggur Sveinbjörg Birna stund á MBA-nám við Háskóla Íslands samhliða lögmannsstörfum. Sveinbjörg Birna talar reiprennandi frönsku, þýsku og ensku auk Norðurlandamála og tekur að sér verkefni á þeim tungumálum.

MÁLFLUTNINGSRÉTTINDI

 • Héraðsdómstólar

MENNTUN

 • MBA nám við Háskóla Íslands 2020-2022
 • Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 2001
 • Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands 1994
 • Skiptinám við Lyceé Externat Chavagnes í Nantes 1991-1992

TUNGUMÁL

 • Franska
 • Þýska
 • Enska
 • Norðurlandamál

STARFSFERILL

 • LAGASTOР2019-
 • Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina 2014-2018
 • Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013-2016 (Framsóknarflokkurinn)
 • Lögmenn Hamraborg ehf. 2010-2015
 • Ernst & Young ehf. 2009-2010
 • Askar Capital hf./Investum s.a.r.l. 2007-2009
 • Lögfræðiskrifstofa Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur ehf. 2004-2007
 • Deloitte hf. 2000-2004

KENNSLA

 • Kennsla í skattarétti við Opna háskólann í Reykjavík 2002-2005
 • Kennsla í skattarétti í FjármálaAuði 2002-2004

FÉLAGS- OG TRÚNAÐARSTÖRF

 • Stjórn Fjölbrautaskólans við Ármúla 2016-2020
 • Stjórn Framsóknarflokksins 2013-2014
 • Formaður Landssambands framsóknarkvenna 2013-2014
 • Stjórn sóknarnefndar Háteigskirkju 2010-2012
 • Stjórn Félags fasteignasala 2006-2007

Sérsvið

 • Auðlindir, orka og umhverfismál
 • Fasteignir
 • Félagaréttur
 • Fjármögnun fyrirtækja
 • Fjölskyldumál – Hjón, sambúðarfólk, börn og erfðir
 • Lífeyrissjóðir
 • Málflutningur og gerðarmeðferð
 • Samrunar og áreiðanleikakannanir
 • Skattar og þjónustugjöld
 • Sveitarfélög
 • Verjendastörf og réttargæsla

Hafðu samband við Sveinbjörgu