Gizur Bergsteinsson tók nýverið við stöðu framkvæmdastjóra Lagastoðar. Í viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins 10. maí sl. ræddi hann meðal annars um starfsemi lögmannsstofunnar og störf lögmanna. Gizur kveður góðan lögmann þekkja viðskiptavininn og geta greint áhættunna sem sé samfara þeim valkostum sem hann standi frammi fyrir. Hann kveður lögmenn geta veitt betri ráðgjöf og styrkt stöðu umbjóðenda sinna ef þeir hafi skilning á þeim áhættum sem fylgi viðskiptum og hvernig draga megi úr þeim.